VIR vikunnar - Salvar Andri Jóhannsson
Sett inn 3rd Sep 2020 16:44:47 í VIR vikunnar
Nýtt skólaár kallar á nýjar hefðir, eða í þessu tilfelli endurlífgun gamallar hefðar. VIR vikunnar er innlegg sem á sér jafn langa sögu á rafnem og heimasíðan sjálf (fjögurra ára)! Þessi nýja gamla hefð byrjar með stæl þar sem þriðja árs neminn Salvar Andri Jóhannson er VIR vikunnar. Salvar er í þessum skrifuðu orðum í skiptinámi í Kongens Köbenhavn þar sem hann nemur rafmagnsverkfræði í DTU þetta misseri.
Salvars var sárt saknað í dag þar sem vandamál kom upp á fyrirlestri því skjávarpinn varpaði of lítilli mynd á töfluna. Nú spyrð þú þig kannski: "Er þessi Salvar einhver tækjamörður?". Nei það er hann ekki, hins vegar er hann langur drengur og er meðal þeirra fáu sem ná upp í skjávarpana í VR-II og gæti þar með hafa stækkað myndina. Á þessu misseri búum við þó ekki svo vel að hafa hann hjá okkur á fyrirlestrum svo myndin var lítil og mun sennilega vera það þangað til að hann kemur aftur.
Salvar var meðstjórnandi VIR í fyrra og er mikill reynslubolti þegar kemur að því að skemmta sér og standa sig vel í náminu á sama tíma. Salvar hefur boðist til að halda fjar-fyrirlestur í næstu viku þar sem hann mun fara yfir helstu atriði vínbruggunar en að fyrirlestri loknum gefst tækifæri til að spyrja spurninga, kjörið tækifæri til að sækja tipz n trixx úr viskubrunni Salvars.