Forsetinn er æðsti stjórnandi VIR og hefur yfirumsjón með öllum framkvæmdum stjórnarinnar.
Hún, forsetinn okkar, er sögð hafa átt erfiða barnæsku. Þegar hún var lítil fundaði hún með Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði henni að hún ætti enga framtíð í stjórnarstörfum, eftir að hún hafði staðið sig afar illa sem bekkjarfulltrúi í leikskólanum sínum. Hún tók það þó ekki nærri sér, heldur ákvað að sanna að hann hefði rangt fyrir sér! Áður en hún hóf nám í rafmagns- og tölvuverkfræði hafði Agata þegar verið forseti Póllands, forstjóri Eimskips og stofnandi Bahá’í-samfélagsins á Íslandi – allt fyrir tólf ára aldur! Eðlilega var næsta skref að verða forseti VIR. Sem forseti ætlar Agata að stilla upp sveit VIR-hermanna og mæta Ólafi Ragnari á Austurvelli, þar sem hún hyggst hefna sín á orðum hans með sögulegu puttastríði – þrátt fyrir að vera með mjög stutta þumla. Hún kannski bjargar ekki þjóð úr efnahagshruni, en eitt er víst: Agata er stemningskona og getur bjargað VIRum undan prófstressi með hörkudjammi!
Ritari VIR skrifar niður all sem fram fer á fundum stjórnarinnar og félagsins ásamt því að sjá um vefpóst félagsins.
Gabí er ekki bara ritari VIR – hún er ritari alheimsins. Hún dúxaði MH áður en hún lærði að hjóla, og það er alveg augljóst að hún er með fleiri gráður í skipulagi en hitastig lóðboltans í VR-III. Hennar spirit animal er flamingó: háfætt, elegant og alltaf með stöðugan balans – sérstaklega þegar bjórinn kemur við sögu. Á fundum skrifar hún hraðar en Kirchhoff myndi spotta ósamræmi í jöfnunum þínum. Á VIR-djömmum er Gabí sá einstaklingur sem heldur utan um hver pantaði hvað í Happy Hour og getur vísað í heimildir ef þú neitar að hafa tekið þér tequilaskot.”.
Það var ekki “fortune” VIR að fá gjaldkera þennan. Ólafur Fortune seldi bílinn sinn á dögunum og hagnaðist lítið sem ekkert á honum. Það ætti að gefa ykkur nógu góða lýsingu á hvernig hann mun gegna embætti gjaldkera VíR . Hins vegar er hann tryggur United áðdáendi í gegnum súrt og sætt, aðallega súrt. Því sést að hann er með hjartað á réttum stað og styður vel við sitt fólk.
Skemmtanastjóri sér um að skipuleggja vísindaferðir félagsins.
Skemmtanastjórinn mikli, Steinn Torfi Steinsen, er kunnugur staðháttum á götum miðborgarinnar svo ef þið hafið farið þangað hafið þið ábyggilega séð hann, þó ekki með sama persónuleika og hann hefur í skólanum. Þið gætuð hafa séð hann niður við tjörnina að stökkva á fólk eða fyrir utan gamla góða, B5, þar sem hann er oft að syrgja fall þess. Ef þið farið á vísó munið þið skemmta ykkur konunglega í umhverfi hans. -Helgi Mednis 2025
Stærsta hlutverk meðstjórnandans er að skipuleggja árshátíð FV með meðstjórnendum hinna félaganna.
Ef það er einhver sem getur hlaupið maraþon, spilað heilan körfuboltaleik og mætt svo beint á dansgólfið eins og ekkert hafi í skorist – þá er það Emilía. Hún er óumdeild skvísa félagsins, sannkallaður íþróttaálfur og hefur meira orku en Nesquik-kanínan eftir tvo bolla. Hvort sem það er að skipuleggja árshátíðina, leiða lið sitt til sigurs eða skipa í hvaða lag á að taka næst á djamminu, þá er Emilía alltaf klár – og alltaf með smá töfradusta skvísu-vibe ofan á.
Nýnemafulltrúi er tengiliður nýnema VIR og gætir þess að nýnemar séu upplýstir um störf félagsins.
Jón er harður miðflokksmaður sem lætur sig dreyma um daginn sem Sigmundur Davíð verður bæði prófessor í Rafmagns- og tölvuverkfræðideild og þjálfari Grindavíkur í körfubolta! Hann mætir oft í stærðfræðigreiningu með körfubolta í annarri hendi og bjórdós í hinni – og bjórdósin tæmist yfirleitt hratt. Þó Jón sé aðeins nýnemi er hann þegar kominn með harðar skoðanir. Hann hefur sést ganga um VR-II með skilti sem á stendur „VIR úr FV!“ í annarri hendi og í hinni skilti sem hvetur til „Ísland úr NATO!“. Ekki er þó vitað hvort þessar skoðanir séu raunverulega sameiginlegar öllu fyrsta árinu. Ef þið þurfið einhvern tímann að finna Jón, þá er nóg að kíkja á Utopia – hann er sá sem stendur uppi á borði og öskrar: „GET THE BADGE IN!“
Hagsmunafulltrúinn er ekki hluti af stjórn VIR og það er vegna þess að hann gætir hagsmuna allra nemenda í rafmagns-, tölvu- og læknisfræðilegri verkfræði. Leitað er til hagsmunafulltrúans þegar brotið er á hagsmunum nemenda í náminu.
VIR er nemendafélag innan Háskóla Íslands fyrir nemendur í BS námi í rafmagns- og tölvuverkfræði. Félagið er eitt af minni félögum skólans, en innan þess er ríkt félagslíf þar sem oftast er einhver skemmtun skipulögð á hverjum föstudegi. Félagsmenn VIR hafa til umráða tvær lærdómsstofur og eina smíðakompu.
Rafmagns- og tölvuverkfræði er þriggja ára BS nám, einnig er hægt að leggja áherslu á Læknisfræðilega verkfræði. Nemendur útskrifast með gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði. Blað rafmagns- og tölvuverkfræðinema heitir Raflost og er gefið út árlega.