VIR vikunnar - Örn
Sett inn 16th Sep 2022 13:16:33 í VIR vikunnar
Þriðji VIR vikunnar þessa önnina er hann Örn, nýnemafulltrúinn sjálfur. Hann hefur mætt á alla viðburði annarinnar, enda er hann skyldugur því. Hann á það til að taka sitt heimsfræga dansspor "Uppvakningin" þegar hann er kominn í gírinn. Hann er líka búinn að lofa því að taka uppvakninguna á vísó á eftir. Margir eru eflaust að velta því fyrir sér afhverju það sé mynd af Bogga hérna, en nei þér skjátlast, þetta er bróðir Bogga. Örn notar oft orðið "Kids" og "Kiddos" þegar hann ávarpar stóra hópa. Það er nú ekki amalegt.
Saga: Reddarinn
Örn ætlaði að halda party eftir síðasta vísó, en önugi bróðir hans, Björn Borgar tók það ekki í mál. Björn læsti hurðum, bölvaði út í eitt og byrjaði að kasta rúsínum í alla sem voru honum fyrir vegi. Þá sagði Örn "Kids! Ég er með lausn! Förum bara í Arena" og þannig bjargaði hann kvöldinu og skemmti sér konungslega. Þess má til gamans geta að hann Björn kom svo með í Arena (eftir að Örn og Björn fóru í trúnó)
Ljóð: Græni maðurinn
Á Örn ég trúi
Minn nýnemafulltrúi
Grænu hann spúi