VIR vikunnar - Kiddi

Sett inn 6th Nov 2020 18:50:35 í VIR vikunnar

Allir sem stundað hafa nám við Rafmagns- og Tölvuverkfræðideild HÍ á síðustu árum þekkja Kidda. Hér er um að ræða brosmildan rafmagns-höfðingja mikinn, sérstaklega á sviði fjarkennslu hefur hann verið til fyrimyndar - en þegar ekki er heimsfaraldur í gangi má alltaf nálgast hann á skrifstofu hans ef manni liggur eitthvað á hjarta (hurð hans er reyndar líka opin meðan á covid stendur, munum bara 2m regluna ;) ).

Í síðustu viku hélt VIR fjarvísó og Kiddi mætti til að skera úr um sigurvegara graskersútskurðarkepninnar. Nú lá svo vel á okkar manni að hann mætti bara í flottasta og óhugnanlegasta búningnum af þeim öllum, hann má sjá á myndinni hér fyrir neðan.