VIR vikunnar - Þjáningin

Sett inn 2nd Dec 2020 09:04:17 í VIR vikunnar

Loksins er kominn nýr VIR vikunnar! Það liggur við að þetta innlegg ætti að kallast VIR mánaðarins eða VIR síðustu x vikna síðan síðasta innlegg kom inn. Kannski á leti fréttaritara einmitt rætur sínar að rekja til VIRs vikunnar: Þjáningarinnar!

Nú er kominn sá tími árs þar sem VIRar eyða öllum vakandi stundum í að rifja upp námsefni misserisins, leggja einingarhringinn á minnið og flúra Laplace varpanir og MIPS skipanir innan á augnlokin sín. Á þessum tíma tengir Þjáningin okkur öll saman, líkt og ósýnilegt net sem festir okkur við bækurnar fram á bláa nótt eða jafnvel rauðan morgun.