VIR vikunnar - Egill Milan Gunnarsson

Sett inn 15th Sep 2020 16:53:48 í VIR vikunnar

Milano, er ekki frá Ítalíu eins og margir myndu halda. Hann er þó algjört gæðablóð og fréttir herma að hann sé alveg hreint ótrúlegur kokkur. Hans signature réttur er kjötsósa og heyrst hefur að einn daginn muni hann gera kjötsósu fyrir okkur VIRa (okei namm?!?). Hans kryptonite er þó klárlega hvítlaukur enda fátt sem hann þolir minna. Þegar Egill er ekki að elda kjötsósu er hann ýmist að borða flatkökur eða að hanna fyrir okkur ekkert eðlilega geggjað nemendafélagskort. Af og til sést hann þó keyrandi um á Súbbanum sínum sem hann lét lækka?!? Ekki hver sem er sem lækkar bílinn sinn og heldur kúlinu!

"Bros getur dimmu í dagsljós breytt" Ef einhver málsháttur á vel við drenginn þá er það þessi! Hefur einhver séð Egil eitthvað annað en brosandi? Hann getur nú verið soddan sjarmör. 

 Egill kemur frá því forna landi Danmörku, þar bjó hann lengi vel ásamt foreldrum sínum. Við þökkum þó fyrir að hann sá að sér og flutti heim því annars hefðu peningar félagsins verið í hættu á síðasta skólaári. Hann Egill sá nefnilega um peningamál félagsins í fyrra og hefur núverandi gjaldkeri svo sannarlega stór fótspor að fylla í, held að Egill gangi reyndar bara í 34,5.