VIR vikunnar - Brynja Þorsteinsdóttir

Sett inn 21st Jan 2021 21:34:41 í VIR vikunnar

Þeir sem þekkja Brynju vita hvað hún er yndisleg og góð, maður hreinlega fær bara vatn í munninn við tilhugsunina. Í þá gömlu daga var hana ekki að finna á höfuðborgarsvæðinu, en sem betur fer hefur verið bætt úr því! Eftir að nýjir eigendur tóku við, hefur Brynja einnig opnað á höfuðborgarsvæðinu og geta menn því andað léttar! Veit ekki með ykkur en Brynja er með þeim betri ísum imo<3 #ekkiad

Flest sem hér er talið fram á þó einnig við um okkar eigin forseta VIR, hana Brynju<3 Hún er algjör nagli og hetja VIRs. 

Brynja hefur alla sína VIR göngu verið virkur meðlimur, nýnemi VIRs á fyrsta ári OG toppvísindamaður!! Á öðru ári sá hún til þess að fólk fengi bjórbumbu og gæti losnað við hana, sem skemmtanastýra og íþróttamaður VIR. Nú á þriðja ári gat hún að sjálfsögðu ekki verið minni manneskja og situr nú sem forseti VIRs, en það ættu nú allir að vita. Hún stendur svo sannarlega undir sínu, en konan er sannkölluð ofurkona. Alltaf með mörg járn í eldinum og tekur aldreii pásu. Hún notar 10 mín pásurnar sínar í að svara póstum og símtölum enda er hún MVP. 

Þrátt fyrir allt þetta fer hún samt alltaf snemma að sofa og nær allt að 10 tíma svefni á nóttu! Hvernig, er spurning sem fær að lifa áfram og mun sennilega gera um ókomna tíð<3

May be an image of 2 people, including Brynja ÞorsteinsdóttirMyndlýsing ekki til staðar.May be an image of 3 people, including Brynja Þorsteinsdóttir og brosandi fólkMay be an image of Brynja Þorsteinsdóttir