VIR fær ný félagsskírteini fyrir skólaárið 20/21

Sett inn 15th Sep 2020 22:10:32 í Almennt

 

Nýju félagsskírteinin eru komin í hús og þetta skólaárið var ákveðið að hafa þau á formi prentplatna, viðeigandi fyrir rafmagns- og tölvuverkfræðinema!

Á prentplötunni er 555 blikkrás sem virkar! Sum þekkja kannski slíkar rásir úr rafrænni mælitækni en hér þurfa VIRar sjálfir að skaffa íhluti rásarinnar og lóða á plötuna.

Allir VIRar mega sækja félagsskírteinin sín í Kirchofinu (stofa 146 í VR-II). Á skírteininu má sjá helstu staði sem veita VIRum afslátt, nánar um afslætti má bráðum finna á Facebook hóp félagsins.