Góðráð vikunnar!

Sett inn 25th Sep 2017 22:44:18 í AlmenntGóðráð vikunnar er TÍMA sparnaðarráð!! 
Fréttaritari veit að alltaf er nóg að gera hjá virkum vírum svo hán hefur ákveðið að deila nokkrum góðum ráðum hérna með ykkur til að auðvelda ykkur lífið. Eins og áður sagði er ráð vikunnar tímasparnaðarráð! 

Nú fara miðannaprófin að bresta á og alltaf nóg að læra hjá okkur og þá er nú ansi leiðinlegt að þurfa eyða óþarfa tíma í hin ýmsu verkefni, eins og t.d. að ganga út í smíðakompu í VR-III og lóða. Til að spara þennan dýrmæta tíma mælir fréttaritari frekar með því að taka lóðboltann með sér upp í rúm á kvöldin og gera þetta bara rétt áður en þið leggist á koddann og farið að sofa! Eða jafnvel eldsnemma á morgnanna! Þetta er miklu þægilegra og hefur sparað mér (fréttaritara) heilmikinn tíma og gott að gera þetta bara í rólegheitum upp i rúmi! 

Bíðið spennt eftir næsta ráði og sendið endilega póst á frettaritarivir@gmail.com ef þið prófið þetta ;) 

XOXO