Fimm ráð fréttaritara

Sett inn 28th Aug 2018 16:47:25 í Almennt

Jæja kæru Vírar, nú er skólinn farinn af stað og Sovéska blokkin VR2 aftur orðin annað heimili okkar. Hér eru fimm ráð frá fréttaritara fyrir haustmisserið.

 

  • Mættu í Vísindaferðir

 

Það er mikilvægt að mæta í vísindaferðir á hverjum föstudegi því keppnin um Vísindamann ársins er hörð. Eftir ferðirnar er tilvalið að kíkja á Hressó eða jafnvel á Boston.

 

  • Ekki tala við Byggingarverkfræðinema

 

Þessi regla segir sig sjálf, best er að reyna að horfa sem minnst í áttina til þeirra líka, þau eru einfaldar sálir.

 

  • Keyptu þér kaffikort í Hámu

 

Mjög mikilvægt til þess að koma í veg fyrir að maður sofni í stóra salnum í Háskólabíói. Hámukaffið er svo vont að það verður næstum gott. Næstum.

 

  • Vertu virk/virkur á Piazza.

 

Á Piazza má finna allt heitasta slúðrið úr tímum dagsins. Sögur segja að formaður VIR hafi fundið ástina á Piazza.

 

  • Muna jarðtenginguna

 

Sennilega mikilvægasta ráðið af þeim öllum. Munið jarðtenginguna!



Kær kveðja,

fréttaritari