Nemendadeild IEEE


Arduino námskeið

22:31pm 11-sept/2013

Lækkað verð



Arduino námskeið nemendadeildar IEEE verður haldið laugardaginn 21. september kl 14:00 í stofu V-262 í VR-II. Þar verður farið yfir grunnvirkni Arduino og svo verða nokkur verkefni í boði ásamt aðstoð við uppsetningu og framkvæmd þeirra. Við munum panta 20 stk Arduino ásamt fylgihlutum sem nægja fyrir verkefnin sem verða í boði og virkar sem grunnur fyrir þá sem hyggjast taka þátt í línueltikeppni IEEE eða hönnunerkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema síðar. Verð: Arduino, námskeið og fylgihlutir: 7.000 kr. (Til samanburðar kostar stakur Arduino hjá miðbæjarradíó 6.300 kr, færð talsvert meiri hjá okkur) Námskeið fyrir skráða IEEE meðlimi: 0 kr. Námskeið fyrir þá sem eru ekki skráðir í IEEE: 1.000 kr. Kaffi fylgir frítt með. Fyrir þá sem ætla að mæta: Nauðsynlegt er að mæta með tölvu og gott er að vera búinn að setja upp Arduino hugbúnaðinn á tölvuna. Fyrir þá sem ætla ekki að kaupa eða mæta með Arduino er ágætt að finna sér félaga sem verður með Arduino en mæta engu að síður með tölvu til að forrita sjálfur. Arduino project: Hvar er hægt að skrá sig í IEEE? Hægt er að skrá sig hér! Munið að skrá ykkur sem students en þá kostar einungis $27 að skrá sig í félagið. Hvað græði ég á að skrá mig í IEEE? Frítt á námskeið hjá nemendadeildum IEEE, boð á fyrirlestra tengt faginu, vefútgáfa af IEEE Spectrum, afnot/afslættir af hugbúnaði ásamt talsvert fleiri fríðindum sem má sjá hér!. Ef spurningar vakna má senda mail á svf11[hjá]hi.is






Skrifað af:
Hilmar Jónsson

©2024 Nemendadeild IEEE á Íslandi